Örvar sló lengst 258 metra. Örvar Samúelsson, kylfingur frá Golfklúbbi Akureyrar, hafði betur í baráttu við aðra heimamenn og tvo atvinnukylfinga frá Bandaríkjunum í keppni um lengsta teighögg við upphaf Arctic Opená Jaðarsvelli í dag.
Slegið var á 8. braut, frá meistarateig, á móti stífri norðangolunni. Aðeins högg sem lentu á braut fengu mælingu og sló Örvar lengst 258 metra, tæpum tuttugu metrum lengra en atvinnukylfingurinn Jeffery Lewis Whitman, sem varð annar.
Örvar gerði stutt hlé á undirbúningi sínum fyrir Símamótið á Eimskips-mótaröðinni, sem fer fram á Hvaleyri um helgina, til að taka þátt í umræddri keppni, sem markaði upphaf Arctic Open þetta árið, en mótið var sett við athöfn í veislusal GA kl. 13:30.